Skilmálar Hamraborg ehf KT: 520977-0159
Upplýsingar um fyrirtækið
Hamraborg ehf, Hafnarstræti 7, 400 Ísafirði, 456-3166, hamraborg@heimsnet.is
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs og er einungis tekið við pöntunum á milli 10:30 – 21:00 alla daga, nema annað sé tekið fram, skýrt á vefsíðunni.
Heimsendar pantanir eru afhendar eins fljótt og auðið er, en einungis er heimsent innan Ísafjarðarbæjar, eða póstnúmers 400 og 401. Heimsending er innifalin í þeim tilboðum sem þar er tekið fram að heimsending sé í boði.
Verð á vöru og heimsendingarkostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum VSK, en heimsendingarkostnaður er innifalinn þar sem hann er valmöguleiki. Verð varanna er eins og fram kemur á vefsíðunni þegar þú staðfestir pöntun þína (með því að
smella á Greiða), einungis með fyrirvara um óviljandi tæknileg mistök sem við berum ekki ábyrgð á.
Að breyta eða hætta við vörukaup (skila)
Ef þú vilt rifta, breyta eða gera athugasemd við pöntun þína, skaltu hringja í verslun okkar í síma
+354 456 – 3166, samkvæmt nánari upplýsingum sem eru í staðfestingarskeytinu sem þú færð við
pöntun á netfang þitt og sem kemur einnig sjálfkrafa upp við staðfestingu pöntunar. Ef þú breytir pöntun þinni verður uppsett verð eins og verðið á breyttu pöntuninni. Ef þú
greiddir með kreditkorti þarf að greiða mismuninn sérstaklega í verslun okkar eða fá aðstoð í verslun okkar.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn, eða boðið einhvers konar umbun í stað vörunnar. Mat þess hvort vara sé gölluð er að öllu á ábyrgð starfsmanna eftir beiðni viðskiptavina.
Í öllum tilvikum mun bótaábyrgð gagnvart viðskiptavininum í tengslum við gallaða vöru ekki nema meira en heildarverðmæti viðkomandi vara.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og Varnarþing
Íslensk lög gilda um alla samning sem þessir skilmálar eiga við um (og þessir skilmálar) og skal túlka þá samkvæmt íslenskum lögum
Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða.